Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunnur lagður að ungmennaráði Sandgerðisbæjar
Fimmtudagur 3. nóvember 2011 kl. 11:55

Grunnur lagður að ungmennaráði Sandgerðisbæjar

Stórt lýðræðilsegt skref var stigið í Sandgerði í gær þegar bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum lög og erindisbréf fyrir ungmennaráð Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er því engin fyrirstaða fyrir því að fyrsta Ungmennaráð Sandgerðisbæjar taki til starfa og verði málsvari þess unga fólks í bæjarfélaginu sem ekki er enn komið með kosningarétt. Frá þessu er greint á samfélagssíðunni 245.is.

Fulltrúar í ráðinu verða á aldrinum 14 til 18 ára og munu koma frá Grunnskóla Sandgerðis, úr nemendahópi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, frá Skýjaborg, frá Reyni, frá Golfklúbbi Sandgerðis og Sigurvon, auk þess sem eitt óháð ungmenni mun sitja í ráðinu. Hlutverk ráðsins er að vera bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um málefni sem varða ungt fólk og getur það gert tillögur í málefnum sem tengjast hagsmunum barna og ungmenna.

Undirbúningur að stofnun ungmennaráðs Sandgerðisbæjar fór fram í frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði bæjarfélagsins. Þar voru unnar tillögur að lögum og erindisbréfi ungmennaráðsins sem síðan voru samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.

Skipun fulltrúa í ráðið mun fara fram á næstu dögum.