„Grunnt niður á kvikuna“
Nú í vikunni verður kynnt ný könnun Gallups á meðal félagsmanna í stéttarfélögum á suðvesturhorninu eða svokölluðum Flóafélögum.
„Könnunin sýnir m.a. að um 16% félagsmanna VSFK eru atvinnulausir. Gremjan og reiði fólks leynir sér ekkert í svörunum í gegnum alla könnunina. Það er þungt hljóð í fólki sem býr við þessar aðstæður,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, í samtali við VF.
Kristján segir ekkert skrýtið þó soðið hafi upp úr hér á svæðinu en á sunnudaginn verður efnt til sérstakrar Keflavíkurgöngu þar sem krafist er aðgerða ríkisvaldsins í atvinnumálum á Suðurnesjum.
„Það er vel skiljanlegt að það sé grunnt niður á kvikuna þegar við fáum svona meðhöndlun eins og við fengum hjá umhverfisráðherra um daginn,“ segir Kristján.
Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.