Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 16:09

Grunnskólar í Reykjanesbæ og Sandgerði fá hæstu styrki

Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu ráðgjafarnefndar að veita styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla, að upphæð alls 11,2 milljónir króna til 27 verkefna, að því er segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Grunnskólar í Reykjanesbæ og Grunnskólinn í Sandgerði hlutu 700.000 krónur til verkefnisins „Þrándur úr götu-flókið málumhverfi barna".Styrkirnir eru til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum: A. Menntun tvítyngdra nemenda - fjölmenningarleg kennsla B. Sveigjanlegum kennsluháttum á unglingastigi (5.-10. bekkur) Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum. Alls bárust 76 umsóknir og voru samanlagðar kostnaðaráætlanir þeirra um 90 milljónir króna. Til ráðstöfunar eru 11,7 milljónir króna samkvæmt fjárlögum 2002.

Hæstu styrki, fyrir verkefni sem falla undir sviðið „Menntun tvítyngdra nemenda - fjölmenningarleg kennsla" hlutu Austurbæjarskóli, 800.000 krónur, fyrir verkefnið Austurbæjarskóli - fjölmenningarlegur skóli, og Grunnskólar í Reykjanesbæ og Grunnskólinn í Sandgerði, 700.000 krónur, fyrir verkefnið Þrándur úr götu - flókið málumhverfi barna.

Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar, tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum, námsgögnum og mati í grunnskólum.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024