Grunnskólanum á Keflavíkurflugvelli lokað
Grunnskólanum í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var formlega lokað á föstudaginn eftir samfellda starfsemi frá árinu 1951. Var haldin sérstök kveðjuhátíð af þessu tilefni þar sem nemendur og kennarar gerðu sér glaðan dag. Starfsmenn voru kvaddir með virktum en sumir þeirra eiga að baki langan starfsaldur við skólann.
Hinum ýmsu þjónustustofnunum Varnarliðsins er smá saman verið að loka en þeirri síðustu verður lokað í endaðan september nk. Nýlega var lokað fyrir útsendingar útvarpsins og í þessum mánuði liggur fyrir loka aðalverslun Navy Exhange, myndbandaleigu og gjafavöruverslun.
Mynd: Frá skólalokum á föstudaginn.
Hinum ýmsu þjónustustofnunum Varnarliðsins er smá saman verið að loka en þeirri síðustu verður lokað í endaðan september nk. Nýlega var lokað fyrir útsendingar útvarpsins og í þessum mánuði liggur fyrir loka aðalverslun Navy Exhange, myndbandaleigu og gjafavöruverslun.
Mynd: Frá skólalokum á föstudaginn.