Grunnskólanemar kynntu sér framtíðarstörfin
Starfsgreinakynning fyrir nemendur í 8. og 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurnesjunum fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í gær. Alls voru 108 störf kynnt og hefur fjölbreytnin á þessari kynningu aldrei verið eins mikil.
Markmið kynningarinnar er að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu. Þá er hún ekki síður mikilvægur þáttur í því að skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.
Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir en meira verður fjallað um málið í Suðurnesjamagasín í næstu viku.