Grunaður um ölvun í árekstri við staur
Ekið var á ljósastaur á Hafnavegi, nærri gamla aðalhliðinu á Keflavíkurflugvelli, sl. laugardag. Við áreksturinn valt bifreiðin.
Lögreglan mætti á staðinn og handtók ökumann bifreiðarinnar sem var grunaður um að hafa verið ölvaður við akstur.
Bifreiðin sem hann ók er gjörónýt eftir áreksturinn við staurinn og var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.