Grunaðir um innbrot í Tölvulistann
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi, grunaða um innbrot í Tölvulistann í Reykjanesbæ. Þar hafði verið brotist inn um kvöldmatarleytið í gær og var m.a. fartölvu saknað. Hún fannst ekki í fórum mannanna. Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru báðir færðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir nánar í dag.
www.visir.is greinir frá.