Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Gróðursettu tré í Paradís
Miðvikudagur 1. júlí 2015 kl. 09:31

Gróðursettu tré í Paradís

- til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta Íslands

Ólöf Rós Davíðsdóttir 5 ára og Ágúst Fannar Ástþórsson 4 ára gróðursettu trjáplöntur í Paradís í hlíðum Grænáss um liðna helgi ásamt Söru Ross Bjarnadóttur. Hún bar fulltrúa komandi kynslóða undir belti en henni mun fæðast barn í nóvember. Gróðursetningin var í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.

Vigdís hafði það til siðs í embætti sínu sem forseti að gróðursetja ávallt þrjár trjáplöntur þar sem hún kom. Eina fyrir stúlkur, aðra fyrir drengi og þá þriðju fyrir komandi kynslóðir.

Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Njarðvík og fyrst kvenna til að gegna því hlutverki í bæjarstjórn Njarðvíkur flutti ávarp við þetta tækifæri. Það gerði einnig Anna Lóa Ólafsdóttir, núverandi forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við athöfnina. VF-myndir: Hilmar Bragi









Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024