Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gróðursetningarátak á Ásbrú
Hluti forráðamanna fyrirtækja og aðila sem vinna að gróðursetningarátaki. VF-mynd/pket.
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 11:29

Gróðursetningarátak á Ásbrú

Forráðamenn fyrirtækja og stofnana á Ásbrú hafa tekið höndum saman í gróðursetningarátaki. Markmiðið er að hvetja aðila á Ásbrú að gróðursetja í nánasta umhverfi sínu. Hópurinn hefur fengið Bjarna Þór Karlsson, skrúðgarðafræðing til liðs við sig og hefur hann útbúið tillögu að gróðursetningu sem hver aðili getur gert.

Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri hjá ÍAV á Ásbrú kallaði forráðamenn fyrirtækja og stofnana saman en mikill áhugi hefur vaknað um að gera gott átak í gróðursetningu Ásbrú. „Þetta er og verður skemmtilegt samfélagsverkefni. Það eru flestir til í að gera umhverfi okkar fallegra og vistlegra,“ sagði Guðmundur.
Bjarni Þór fór yfir tillögu sína sem felst í því að hver aðili byrji á því að gróðursetja um 25 m2 reit í sínu umhverfi sem væri með um tuttugu trjám af ýmsum gerðum. Hann mun verða aðilum til aðstoðar og ráðgjafar í gróðursetningunni. Litið er á þetta sem langtímaverkefni.
Fljótlega verður efnt til hreinsunardags á Ásbrú en síðan verður sérstakur gróðursetningardagur í september en þá er góður tími til að gróðursetja trén að sögn Bjarna.
Stjórn var kosin á fundinum til að fylgja málinu eftir en hana skipa Anna Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla sem er formaður en með henni eru þeir. Sigþór Skúlason frá Airport Associates og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024