Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gróðureldarnir færa sig norður á bóginn
Bogi Adolofsson, formaður björgunarsveitar Þorbjarnar
Sunnudagur 16. júlí 2023 kl. 12:21

Gróðureldarnir færa sig norður á bóginn

Enn hefur ekki tekist að stöðva gróðureldana og þar sem vindáttin er enn sú sama, er ennþá lokað fyrir umferð fólks að gosstöðvunum. Haldið verður áfram í dag á sama máta en svo kemur til greina að fá stóra jarðýtu í stað beltagröfunnar sem hefur reynt að grafa rist til að rjúfa mosann.

Formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Bogi Adolfsson var í höfuðstöðvunum fyrir hádegið.  „Aðgerðir slökkviliðanna gengu að hluta til upp, það tókst að stöðva áður en gróðureldarnir náðu að gönguleiðunum en svo breiðist þessi eldur svo hratt út, hann er farinn að færa sig norður á bóginn. Þó svo að vindáttin sé að norðan, hjálpar hún einfaldlega til því ef maður blæs í glóð þá brennur hún hraðar. Því er farið að spá í að koma stórri jarðýtu norðan meginn við gossvæðið og sjá hverju það skilar. Það er ekki oft sem við Grindvíkingar óskum eftir rigningu en sú er raunin núna.

Áfram er lokað inn á svæðið, nú er mengun frá sjálfu gosinu líka búin að aukast svo það er ekkert vit fyrir fólk að vera á þessum slóðum núna. Þetta verður endurmetið kl. 9 í fyrramálið. Okkar hlutverk í dag er mest að flytja slökkviliðsfólk að svæðinu og færa þeim mat og drykk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024