Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvískur þorskur í boði á Ólympíuleikunum
Þriðjudagur 2. ágúst 2016 kl. 13:51

Grindvískur þorskur í boði á Ólympíuleikunum

Saltaður þorskur frá sjávarútvegsyfirtækinu Vísi hf. í Grindavík mun verða á boðstólnum fyrir heimsins besta íþróttafólk á Ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó í Brasilíu eftir þrjá daga.

Á Ólympíuleikum í London 2012 ákvað Ólympíunenfdin að allur fiskur úr veiðum á viltum fiski skildi vera vottaður samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar. Í London var það mest hokinhali frá Nýja Sjálandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú á Ólympíuleikunum í Ríó verður fiskur sem framreiddur verður í mötuneytum fyrir íþróttafólkið, MSC vottaður ef fiskurinn á uppruna í veiðum á viltum fiski og ef fiskurinn kemur úr fiskeldi þá er hann vottaður samkvæmt staðli Aquaculture Stewardship Council (ASC).

Þorskur frá Íslandi og ufsi frá Alaska verða m.a í boði í Ríó, enda mjög þekktar afurðir í Brasilíu.
Frá Íslandi kemur saltaður þorskur frá sjávarútvegsyfirtækinu Vísi hf. í Grindavík.