Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvískt hugvit við framleiðslu á þorskalifur
Mánudagur 22. febrúar 2010 kl. 10:32

Grindvískt hugvit við framleiðslu á þorskalifur


Mikil uppbygging hefur verið hjá IceWest hf í Grindavík sem framleiðir niðursoðna, reykta þorsaklifur.  Hún hófst vorið 2007 á grunni eldra fyrirtækis með umfangsmiklum endurbótum á húsnæði þess og fjárfestingu í vinnslulínu. Hún er hugarfóstur forsvarsmanna fyrirtækisins en smíðuð og hönnuð af Martak, öðru grindvísku fyrirtæki.

Ice-West framleiðir hágæða þorskalifur fyrir stóran dreifingaraðila í Danmörku sem dreifir vörunni til Evrópu, mest til Frakklands að sögn Birkis Kristjánssonar, verskmiðjustjóra. Fyrirtækið þreifar einng fyrir sér á markaði vestanhafs og segir Birkir viðbröð þar lofa góðu. Framleiðslan á síðasta ári nam þremur milljónum dósa. Að sögn Birkis er ekki áætlað að auka mikið við framleiðsluna að óbreyttu. Stærð fyrirtækisins sé hagkvæm og veltan ágæt.

Sjá nánar í Víkufréttum á fimmtudaginn.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Birkir Kristjánsson, verksmiðjustjóri til vinstri, ásamt starfsfólki Ice-West. Þar er nóg að gera þessa dagana endur stendur vetrarvertíðin sem hæst.