Grindvískir gestir á Stakksfirði
Fjölmörg fiskiskip leituðu vars á Stakksfirði í óveðrinu sem geisaði á þriðjudaginn. Hér má sjá grindvísku togarana Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK á milli háhýsa við Pósthússtræti í Keflavík. Auk togara voru einnig loðnuskip í vari á Stakksfirði en loðnuskipin hafa verið á veiðum skammt undan Reykjanesskaganum á síðustu dögum.
VF-mynd: Hilmar Bragi