Grindvíkingur leiðir nýja „Sjóstjórn björgunarsveita“
Settur hefur verið á stofn innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar hópur sem kemur að stjórn sjóbjörgunaraðgerða. Hópur þessi hefur ekki verið opinberlega skipaður, en kom að samræmingu aðgerða á vegum björgunarmiðstöðvar félagsins þegar vélbáturinn, Svanborg fórst við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Hverjir skipa þennan hóp mun skýrast betur á næstu misserum, en í forsvari fyrir hann er Birkir Agnarsson björgunarsveitarmaður í Grindavík. Þetta kemur fram á fréttavef Slysavarnafélagsins.Hlutverk hópsins er eins og segir í reglum um hann:
„Í tengslum við björgunarmiðstöð MRCC-Coastal (hér eftir aðeins kölluð björgunarmiðstöð) skal starfa aðgerðastjórnarhópur er kallaður skal “Sjóstjórn björgunarsveita”. Hlutverk hópsins er að vera vaktmönnum björgunarmiðstöðvar til aðstoðar við skipulagningu leitar og björgunar á sjó. Skipa skal a.m.k. sex menn. Skulu þeir skipaðir af stjórn samtakanna.“
Með þessu má segja að allt stjórnkerfi félagsins hafi verið samræmt, því í öllum aðgerðum er unnið í sama skipulaginu. Landsstjórn hefur með heildarsamræmingu að gera hvort sem er á sjó eða landi. Á hinum átján svæðum sem hafa verið skipulögð starfa svæðisstjórnir og til að samræma störf á sjó er svo Sjóstjórn björgunarsveita.
„Í tengslum við björgunarmiðstöð MRCC-Coastal (hér eftir aðeins kölluð björgunarmiðstöð) skal starfa aðgerðastjórnarhópur er kallaður skal “Sjóstjórn björgunarsveita”. Hlutverk hópsins er að vera vaktmönnum björgunarmiðstöðvar til aðstoðar við skipulagningu leitar og björgunar á sjó. Skipa skal a.m.k. sex menn. Skulu þeir skipaðir af stjórn samtakanna.“
Með þessu má segja að allt stjórnkerfi félagsins hafi verið samræmt, því í öllum aðgerðum er unnið í sama skipulaginu. Landsstjórn hefur með heildarsamræmingu að gera hvort sem er á sjó eða landi. Á hinum átján svæðum sem hafa verið skipulögð starfa svæðisstjórnir og til að samræma störf á sjó er svo Sjóstjórn björgunarsveita.