Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar vilja láta tvöfalda Reykjanesbraut
Föstudagur 16. september 2016 kl. 13:05

Grindvíkingar vilja láta tvöfalda Reykjanesbraut

Bæjarráð Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum síðasta þriðjudag að skora á Alþingi og samgönguyfirvöld að setja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar í forgang, frá Fitjum í Reykjanesbæ að Rósaselstorgi í Sveitarfélaginu Garði. Í fundargerð segir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut sé mikið hagsmunamál íbúa á Reykjanesi, sem og allra ferðamenn sem fari um Keflavíkurflugvöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024