Grindvíkingar vilja land frá Varnarliðinu
Tillaga um skil á landi frá Varnarliðinu var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Þar segir: Eignarland Grindavíkurkaupstaðar er mjög lítið. Nær ekki yfir allt þéttbýli kaupstaðarins. Vestan bæjarins er land sem Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur umráð. Norðan þéttbýlisins, austan Grindavíkurvegar er land sem varnarliðið var með áður en Grindavíkurkaupstaður leigir nú af Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins skv. samningi frá 11. júní 1992. Landið norðan þéttbýlisins austan Grindavíkurvegar er næsta byggingarsvæði bæjarins samkvæmt nýju aðalskipulagi Grindavíkur 2000 - 2020.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir að leita eftir því við Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins að skrifstofan hafi milligöngu um það að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli skili hluta af landinu vestan þéttbýlisins. Um er að ræða ca 75 ha lands, í tveimur hlutum, sem nánar eru sýndir á rissi sem fylgir með tillögunni.
Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að leita eftir því við Varnarmálaskrifstofuna að fá keypt landið austan Grindavíkurvegar sem leigt er með leigusamningi frá 11. júní 1992 og fyrr er getið um.
Bæjarstjóra er falið að koma á fundi með skrifstofustjóra Varnarmálaskrifstofunnar og bæjarráði þar sem erindi þessu verði komið á framfæri.
Undir tillöguna rita bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir að leita eftir því við Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins að skrifstofan hafi milligöngu um það að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli skili hluta af landinu vestan þéttbýlisins. Um er að ræða ca 75 ha lands, í tveimur hlutum, sem nánar eru sýndir á rissi sem fylgir með tillögunni.
Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að leita eftir því við Varnarmálaskrifstofuna að fá keypt landið austan Grindavíkurvegar sem leigt er með leigusamningi frá 11. júní 1992 og fyrr er getið um.
Bæjarstjóra er falið að koma á fundi með skrifstofustjóra Varnarmálaskrifstofunnar og bæjarráði þar sem erindi þessu verði komið á framfæri.
Undir tillöguna rita bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.
Tillagan er samþykkt samhljóða.