Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar vilja ekki breytingar á sjúkraflutningum
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 14:22

Grindvíkingar vilja ekki breytingar á sjúkraflutningum

Grindavíkurbær hefur verið í viðræðum við Velferðarráðuneytið um yfirtöku bæjarins á sjúkraflutningnum. Bæjarráð Grindavíkurbæjar er mótfallið því að breytingar verði á sjúkraflutningum í bæjarfélaginum sem fela í sér að ábyrgð á sjúkraflutningum færist frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til Brunavarna Suðurnesja.

Viðræður hafa verið um yfirtöku Grindavíkurbæjar á sjúkraflutningunum. Velferðarráðuneytið segist ekki geta lagt meira fjármagn í verkefnið. Bæjarráð Grindavíkurbæjar segist harma hve langan tíma það hefur tekið að fá svör frá ráðuneytinu vegna málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024