Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar þreyttir á hægagangi vegna framhaldsskóla
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 07:12

Grindvíkingar þreyttir á hægagangi vegna framhaldsskóla

Grindvíkingar eru orðnir óþreyjufullir vegna hægagangs við undirbúning stofnunar framhaldsskóla í Grindavík.


Í erindi sem Eyjólfur Bragason, verkefnisstjóri á vegum bæjarins, kynnti fyrir bæjarráði Grindvíkurbæjar kemur fram óánægja hans með vinnubrögð nefndar sem skipuð var af menntamálaráðherra. Hún hefur þrisvar komið saman frá 12. febrúar og ekki skilað niðurstöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarráð tók undir með Eyjólfi og lýsir vonbrigðum með störf nefndarinnar sem eru, að þeirra sögn, „ekki [...] í neinu samræmi við góðan vilja og viðbrögð ráðherra við ósk bæjaryfirvalda um stofnun framhaldsskóla“.

Loftmynd/Þorsteinn Gunnar
: Séð yfir Grindavík