Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar taka undir áhyggjur af HSS
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Víðihlíð í Grindavík. Mynd úr safni.
Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 12:08

Grindvíkingar taka undir áhyggjur af HSS

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar tekur undir áhyggjur bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar af framlögum til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar leggur áherslu á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hornsteinn heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og því er réttlætismál að stofnunin fái sambærileg framlög og aðrar heilbrigðisstofnanir um landið, segir m.a. í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024