Grindvíkingar taka undir áhyggjur af HSS
	Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar tekur undir áhyggjur bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar af framlögum til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.
	
	Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar leggur áherslu á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hornsteinn heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og því er réttlætismál að stofnunin fái sambærileg framlög og aðrar heilbrigðisstofnanir um landið, segir m.a. í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur.
	 


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				