Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar styrkja Grænlendinga um 250 þúsund
Fimmtudagur 6. júlí 2017 kl. 10:37

Grindvíkingar styrkja Grænlendinga um 250 þúsund

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi ráðsins síðastliðinn þriðjudag að styrkja landssöfnunina „Vináttu í verki“ með 250.000 króna framlagi. Söfnunin snýr að því að aðstoða Grænlendinga í kjölfar fljóðbylgju sem átti sér stað í þorpinu Nuugaatsiaq í Vestur-Grænlandi þann 17. júní síðastliðinn, þegar jarðskjálfti af stærðinni 4 reið yfir landið.

Söfnunarféð mun renna óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar í samvinnu við sveitarfélagið Nuugaatsiaq í Grænlandi og hjálparsamtök á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024