Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar orðnir fleiri en íbúar Suðurnesjabæjar
Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 05:00

Grindvíkingar orðnir fleiri en íbúar Suðurnesjabæjar

- Íbúafjöldi í Reykjanesbæ yfir 19.000

Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er kominn yfir 19.000 íbúa og er í dag 19.011 manns. Bæjarbúum hefur fjölgað um 129 einstaklinga frá 1. desember sl. eða 0,7%. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þjóðskrá.
 
Grindvíkingum hefur fjölgað um 94 frá því í desember og eru Grindvíkingar í dag samtals 3.491 talsins. Grindvíkingum hefur fjölgað um 2,8% á tímabilinu og eru þeir í dag orðnir fleiri en íbúar Suðurnesjabæjar. Íbúum Suðurnesjabæjar hefur fækkað um 10 frá því í desember eru eru í dag 3.472. Það gerir 0,3% fækkun íbúa. Munar 19 manns á Grindavíkurbæ og Suðurnesjabæ.
 
Þá eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum 1.287 í dag en voru einum fleiri í desember. Fækkunin er upp á 0,1%.
 
Reykjanesbær heldur ennþá forskoti á Akureyrarbæ. Þar eru íbúar í dag 18.959 og því eru Reykjanesbæingar 52 fleiri en Akureyringar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024