Grindvíkingar kallaðir úr vegna sjóskaða
Mannbjörg varð er tveir bátar fórust um tíu mílur suður af Selvogi, austan Grindavíkur, á sjöunda tímanum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæzlunnar bjargaði áhöfn af öðrum bátnum, en manni var einnig bjargað í nærstaddan fiskibát sem flutti hann til Þorlákshafnar.Björgunarskipið Oddur V. Gíslason úr Grindavík var kallað út um leið og Tilkynningaskyldan fékk hjálparbeiðni en skipinu var snúið við þegar öllum mönnunum hafði verið bjargað.