Föstudagur 7. desember 2012 kl. 09:38
Grindvíkingar í Útsvari í kvöld
Sigurlið Útsvars á síðsta ári, Grindavík tekur á móti Snæfellsbæ í 2. umferð spurningaþáttarins Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Lið Grindavíkur skipa þau Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir.
Viðureignin hefst klukkan 20:30 á Rúv en þátturinn er að venju í beinni útsendingu.