Grindvíkingar hafa líka áhuga á unglingalandsmóti
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur ætlar að óska eftir því við UMFÍ að það haldi kynningarfund í Grindavík um unglingalandsmót UMFÍ sem næst verður haldið árið 2012. Bæjarráð Grindavíkur hefur óskað eftir kostnaðaráætlun og upplýsingum um hvaða framkvæmdir þarf að ráðast í til að Ungmennafélag Grindavíkur, með stuðningi bæjarins, geti sótt um að halda mótið.
Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 15. unglingalandsmóts UMFÍ, sem verður um verslunamannahelgina 2012. Sambandsaðilar þurfa samþykki þess sveitarfélags þar sem mótið verður haldið.
Sem kunnugt er hefur ungmennafélagið Þróttur í Vogum haft mikinn áhuga á mótshaldinu og hefur verið unnið að undirbúningi umsóknar þar um all nokkurn tíma með stuðningi bæjaryfirvalda. Þar hefur verið tekist á um málið í bæjarstjórn.
Tengdar fréttir:
Ekki tímabært að sækja um unglingalandsmót, segir H-listinn
Undirbúa umsókn fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2012
Þróttur vill halda unglingalandsmót 2012