Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ
Forsvarsmenn Reykjanesbæjar segja að Grindavíkurbæ standi til boða að kaupa af þeim landvæðið í Svartsengi sem Reykjanesbær hefur ákveðið að kaupa af HS Orku.
Í tilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar segir að það sé „ekki keppikefli Reykjanesbæjar að eiga land í lögsögu Grindavíkur“ auk þess sem það er ítrekað, af gefnu tilefni eins og þar segir, að Þorbjarnarfell er ekki hluti af landinu sem um ræðir og það nær heldur ekki niður að bæjarkjarna Grindavíkur.
Tilkynningin á heimasíðu Reykjanesbæjar