Grindvíkingar gera klárt fyrir árið 2006
Grindvíkingar hafa gert allt klárt fyrir nýja árið, sem er handan við hornið. Þannig hefur rafvirki farið upp í fjallið Þorbjörn og gert við ljósaskilti sem þar er og skiptir úr ártalinu 2005 yfir í 2006 á miðnætti á gamlárskvöld.
Á vef Grindavíkurbæjar segur frá Birgi rafvirkja sem var tvo tíma í fjallinu að gera við skiltið en skemmdarverk höfðu verið unnin á skiltinu. Að sögn fréttaritara var kalt á fjallinu þegar viðgerðin fór fram á fyrsta degi rísandi sólar.
Á vef Grindavíkurbæjar segur frá Birgi rafvirkja sem var tvo tíma í fjallinu að gera við skiltið en skemmdarverk höfðu verið unnin á skiltinu. Að sögn fréttaritara var kalt á fjallinu þegar viðgerðin fór fram á fyrsta degi rísandi sólar.