Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 16:15
Grindvíkingar fundu fyrir jarðskjálfta
Í dag kl. 14:25 varð skjálfti af stærð M3,2 um 4,2 km suðvestur af Fagradalsfjalli við Grindavík. Tilkynningar hafa borist að skjálftinn hafi fundist í Grindavík.
Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um hádegi í gær, segir á vef Veðurstofu Íslands.