Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar fá nýjan slökkvibíll
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 10:52

Grindvíkingar fá nýjan slökkvibíll


Slökkvilið Grindavíkur tók í gagnið nýjan slökkvibíl um helgina með formlegri vígsluathöfn.
Bíllinn, sem er af gerðinni Scania P 380, er með tvöföldu húsi og sætum fyrir 7 slökkviliðsmenn. Fimm sæti eru sérútbúin með reykköfunartækjum í sætisbaki. Þessi útfærsla á yfirbyggingu frá Scania er það fyrsta sinnar tegundar sem flutt er til landsins til notkunar í slökkvibíl.

Við þetta sama tækifæri gaf Félag Slökkviliðsmanna í Grindavík bæjarfélaginu manna- og tækjabíll. Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz 508, árgerð 1981 en ekinn aðeins 20 þúsund km. og toppstandi. Bíllinn var fluttur frá Þýskalandi og í honum er geymdur allur hugsanlegur búnaður sem kemur að góðum notum við útköll eins og rafmagns- og bensíndælur, vatnssugur og fleira.

Nú stendur fyrir þjálfun slökkviliðsmanna  á nýja bílinn, sem ku vera einn sá fullkomnasti sinnar tegundar á landinu.
----

Efsta mynd: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir tók við lyklum að nýjum slökkvibíl og afhenti Ásmundi Jónsssyni, slökkvistjóra þá til baka.



Nýi slökkvibíllinn er glæsilegur og mjög öflugur. Fjöldi gesta kom við vígsluna og skoðaði gripinn.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024