Grindvíkingar fá 70 íbúðir fyrir jól
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði áfram sé töluverð óvissa með búsetu í Grindavík næstu vikur með þessa stöðu sem er uppi núna. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Þar sagði Katrín einnig að það væru húsnæðismál sem hvíldu hvað þyngst á íbúum Grindavíkur.
Lagt verður fyrir Alþingi þegar það kemur úr jólaleyfi að húsnæðisstuðningur, sem samþykktur hafði verið til þriggja mánaða, verði framlengdur út veturinn.
Leigufélagið Bríet hefur keypt áttatíu íbúðir og af þeim verða sjötíu íbúðir tilbúnar til afhendingar í þessari viku. Afgangurinn, tíu íbúðir, verða tilbúnar á fyrstu dögum nýs árs.
Leigufélagið Bjarg hefur fest kaup á níu íbúðum og er reiknað með að þær verði komnar í notkun fyrir áramót.
Katrín sagði að brýn þörf er fyrir sjötíu íbúðaeiningar og þetta mun því mæta þeirri þörf. Hún sagði þetta þó ekki breyta því að töluverðu hópur er í húsnæði sem er óvissa um og unnið verið milli jóla og nýárs í að skoða þau mál.