Grindvíkingar ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar
Grindvíkingar eru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum sínum samkvæmt þjónustukönnun Gallup sem 19 stærstu sveitarfélög landsins taka þátt í. Þegar spurt var um ánægju með aðstöðu til íþróttaiðkunar er Grindavík í 1. sæti ásamt nokkrum öðrum sveitarfélögum. Þegar spurt var um ánægju með þjónustu við barnafjölskyldur er Grindavík í 2. sæti. Grindavík var yfir landsmeðaltali í öllum flokkum nema einum, þegar spurt var um ánægju með þjónustu við fólk með fötlun. Í þeim lið var Grindavík jafnt landsmeðaltali.
Í síðustu þjónustukönnun, árið 2015, voru það spurningar um ánægju eða óánægju með þjónustu við eldri borgara og hvernig starfsfólk sveitarfélagsins leysi úr erindum bæjarbúa sem komu verst út. Á vef Grindavíkurbæjar segir að í kjölfarið hafi þessi atriði verið tekin til sérstakrar skoðunar í kjölfarið. Málefni eldri borgara hafa nú farið upp um sex sæti og mælist því marktæk breyting á milli kannana.
Hvað erindi bæjarbúa varðar eftirfarandi ákveðið: „Það er metnaður sveitarfélagsins að veita afburðaþjónustu í hvívetna og er nú í skoðun hvar mögulegir flöskuhálsar geta myndast í kerfinu og hvernig má bæta hraða og skilvirkni þjónustu starfsmanna Grindavíkurbæjar við íbúa þess.“ Grindavík fór upp um sex sæti í þessum lið. 70 prósent af þeim sem svöruðu könuninni finnst vel eða mjög vel hafa verið leyst úr þeirra erindum sem er aukning um 9 prósentustig frá síðasta ári.