Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 18. apríl 2002 kl. 13:22

Grindvíkingar álykta í sameiningarmálum

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ályktað vegna stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum. Þar segir: Bæjarstjórn Grindavíkur lýsir ánægju sinni með þá framsýni og ábyrgð sem stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga sýnir með því að láta byggðamál til sín taka með þeim hætti sem birtist í "Stefnumörkun í byggðamálum" sem afgreidd var á 62. fulltrúaráðsfundi í Hveragerði 22. og 23. mars 2002.  Bæjarstjórn Grindavíkur vill þó gera athugasemd við 6. lið stefnunnar, sem fjallar um sameiningu sveitarfélaga.Bæjarstjórn Grindavíkur telur að mikill árangur hafi náðst á skömmum tíma, eða þessu og síðasta kjörtímabili, í sameiningu og eflingu sveitarfélaga í landinu.  Sá árangur hefur náðst með frjálsum ákvörðunarrétti íbúa viðkomandi sveitarfélaga. Miðað við þennan árangur og þá hröðu þróun sem nú á sér stað í stjórnsýslu sveitarfélaganna og sérstaklega er tekið á í stefnumörkuninni er ekki tímabært, að mati bæjarstjórnarinnar, að ráðast í aðgerðir til að þvinga fram sameiningu. Þessu til stuðnings bendum við ennfremur á þá ríku áherslu sem lögð er á endurskoðun verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga sbr. lið 7 í stefnunni.
Bæjarstjórn Grindavíkur leggst alfarið gegn því að réttur íbúa sveitarfélaga til að ákveða sameiningu sveitarfélaga þeirra í almennri atkvæðagreiðslu verði af þeim tekinn.

Bæjarstjórn Grindavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024