Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar á sannkölluðu lóðaríi!
Sunnudagur 6. mars 2005 kl. 00:37

Grindvíkingar á sannkölluðu lóðaríi!

Öllum lóðum sem auglýstar hafa verið í nýju hverfi ofan og austan við verslunarmiðstöðina í Grindavík, svokölluðu Hópshverfi, var úthlutað á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar Grindavíkur.
Eftir er að auglýsa um það bil helming lóða í hverfinu, sem eru einbýlishúsalóðir, og verður það gert fljótlega. Á vef Grindavíkurbæjar segir að ásókn hafi verið það mikil í lóðirnar að draga hafi þurft um sumar, slík var ásóknin.

Á fundi skipulags og byggingarnefndar var einnig var samþykkt breyting á skipulagi svokallaðs Sjómannagarðs og úthlutað tveimur lóðum þar. Til  athugunar er breyting í Lautarhverfi, þ.e.a.s. frá raðhúsum í tveggja hæða fjölbýli. Þá voru samþykktar teikningar af nýjum leikskóla í Lautarhverfi og er þess skammt að bíða að útboð fari fram ásamt gatnagerð.

Loftmynd af vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024