Grindhvalur í Grindavíkurhöfn!
				
				Þegar hafnarstarfsmenn komu til vinnu 22. ágúst sl. blasti við óvenjuleg sjón því, hvalur um 5 m langur synti í rólegheitum um höfnina og virtistuna hag sínum hið besta.Þetta reyndist vera fullorðinn grindhvalur, sem þarna var á ferð og hugsanlega hefur hann verið eitthvað veikur, því sagter að hvalir sæki í land þegar eitthvað er að.Ekki þótti þessi gestur heppilegur innan hafnar og var því fengið lið vaskra björgunarsveitarmanna til að smala höfnina og fóru þeir á slöngubát og tókst um síðir að koma hvalnum á rétta braut og sást hann síðast synda út rennuna og er vonandi kominn í rétt umhverfi núna.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				