GRINDAVÍKURVEGURINN TEKUR STAKKASKIPTUM
				
				Grindavíkurvegurinn hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Hann hefur nú allur verið malbikaður, enda var slitlagið á honum orðið mjög illa farið. Þá hefur beygjan á Grindavíkurveginum við Seltjörn verið löguð. hún hefur bæði verið breikkuð og nú hallar hún í rétta átt. Þá er verið að setja afrein við Bláa lónið. Myndin var tekin þegar unnið var að malbikun í síðustu viku.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				