Laugardagur 18. október 2008 kl. 18:43
Grindavíkurvegur lokaður milli kl. 20 og 22 í kvöld
Grindavíkurvegi verður lokað í kvöld millii kl. 20 og 22 skv. tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Verið er að flytja stóran mjöltank eftir veginum og verður honum lokað af öryggisástæðum á meðan.