Grindavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í skák
Stúlknasveit úr 5. bekk Grunnskóla Grindavíkur keppti á Íslandsmóti grunnskóla í skák sl. laugardag og urðu þær Íslandsmeistarar í skák í annað sinn. Sigur þeirra var mjög sannfærandi en þær unnu 18 skákir af 20.
Þær hafa allar æft skák frá því að þær voru í öðrum bekk og hefur Siguringi Sigurjónsson þjálfað þær frá því að þær byrjuðu að æfa skák.
Á myndinni eru frá vinstri: Kristólína, Birta, Svanhildur, Ólöf og Helga Rut og Siguringi Sigurjónsson þjálfari fyrir aftan þær. Mynd: Grindavik.is.