Grindavíkurhöfn önnur aflahæst
Frá áramótum, til 31. maí 2000, hefur 88,327 tonnum verið landað í Grindavík, sem gerir höfnina að næst stærstu löndunarhöfn landsins.Aðeins Vestmannaeyjar eru með meiri afla á þessu tímabili, eða 111,031 tonn. Ef aðeins er talað um botnfiskafla er Grindavík í fyrsta sæti, með um 24,611 tonn og Sandgerði í öðru sæti með um 14,900 tonn.Þorskaflinn er mestur í Grindavík, 14,193 tonn og er það um 670 tonnum minna, en þorskaflinn á sama tímabili í fyrra. Sverrir Vilbergsson, segir það koma á óvart, þar sem tveir frystitogarar hafi bæst í hóp þeirra skipa sem landa í Grindavík að staðaldri, síðan nýja innsiglingin var tekin í notkun. „Ástæðan fyrir minni þorskafla í ár er bæði minni þorskgengd á grunnslóð og afar leiðinlegt tíðarfar í vetur sem hamlaði veiðum minni báta mjög mikið“, segir Sverrir.