Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 1. mars 2000 kl. 01:30

Grindavíkur„boltar“ frá stofnfundi GK 99

- Fulltrúar fjárfesta og stærstu sjávarútvegsfyrirtækja Grindavíkur (og jafnvel landsins) voru í undirbúningsnefndinni að stofnun GK 99. Þetta voru þeir Björgvin Gunnarsson (Fiskanes) formaður, Pétur H. Pálsson (Vísir hf.) OG Eiríkur Tómasson (Þorbjörn hf.). Af hálfu knattspyrnudeildarinnar voru þeir Bjarni Andrésson, Jónas K. Þórhallsson, Ragnar Ragnarsson og Guðmundur L. Pálsson. Starfsmaður nefndarinnar var Páll Ingólfsson. -Á fundinum í Grindavík sagði bæjarstjórinn að ekki hefði verið óvitlaust að nefna félagið frekar GK 29 (í stað 99) því fram hefði komið að undirbúningsnefndin hefði verið stofnuð 29. október, hún hefði haldið 29 fundi og stofnfundurinn var 29. febrúar. 29 hlyti því að vera happatala hjá félaginu. - Eiríkur Tómasson sem var fundarstjóri sagðist ánægður með mætinguna á stofnfundinn en þó væru margir sjómenn á sjó og hefðu ekki getað mætt. „En þeir eru með hugann hjá okkur og hefðu viljað vera hér“, sagði Eiríkur og bætti því við að mikil þátttaka væri meðal sjómanna í GK 99.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024