Grindavíkurbær vill eignast Stað og Húsatóftaland
Bæjarráð Grindavíkur lýsir áfram yfir vilja til þess að eignast ríkisjörðina Stað ásamt öllum jarðhitaréttindinum. Sé ekki hægt að koma því við að ríkið selji jörðina ásamt auðlindinni, þá leggur bæjarráð til við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að samið verði um kaup á jörðinni ásamt því að gerður verði sérstakur samningingur milli ríkis og sveitarfélags um sameiginlega nýtingu auðlindanna. Einnig ítrekar bæjarráð óskir um kaup á Húsatóftalandi.
---
VFmynd/elg – Frá Stað í Grindavík.