Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær vill byggja leiguhúsnæði
Fimmtudagur 11. ágúst 2016 kl. 10:32

Grindavíkurbær vill byggja leiguhúsnæði

Hyggjast stofna húsnæðissjálfseignarstofnun

Grindavíkurbær auglýsir á heimasíðu sinni eftir aðilum sem hafa áhuga á að standa að stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu, kaup og rekstur almennra leiguíbúða í Grindavík.

Markmiðið með byggingu þessara íbúða er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu. Verði félagið stofnað þá verður það rekið með langtímamarkmið að leiðarljósi og án hagnaðarsjónarmiða, eins og segir í frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024