Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær tekur undir með FEB
Mánudagur 23. september 2013 kl. 09:13

Grindavíkurbær tekur undir með FEB

Ályktun stjórnar Félags eldri borgara á Suðurnesjum hefur verið lögð fram fyrir bæjarráð Grindavíkur. Þar sem hvatt er til þess að hjúkrunarheimili á Suðurnesjum verði á ábyrgð og stjórnað af Suðurnesjamönnum í framtíðinni, enda sé stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjónustu við eldri borgara af ríkinu á næstu árum.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar tekur undir ályktun stjórnar Félags eldri borgara á Suðurnesjum um að sveitarfélög á Suðurnesjum þurfi að standa saman um að næg hjúkrunarrými séu til á svæðinu. Grindavíkurbær á í viðræðum við velferðarráðuneytið um mögulega yfirtöku á rekstri hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrunar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024