Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær tekur 217 milljóna kr. lán
Laugardagur 14. maí 2005 kl. 14:34

Grindavíkurbær tekur 217 milljóna kr. lán

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar, samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 217 milljónir króna, til að fjármagna gatnagerðar-, vatnsveitu- og holræsaframkvæmdir, byggingu á nýjum leikskóla, endurbætur á íþróttahúsi og hafnarframkvæmdir.
Lán þetta skal endurgreiðast með árlegum jöfnum afborgunum á 15 árum, í fyrsta skipti 1. apríl 2006 og ber 3,80% vexti árlega til 1. apríl 2012 en þá tilkynnir lánveitandi með 15 bankadaga fyrirvara um nýtt vaxtastig og gildistíma þess. Lán þetta er verðtryggt með vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í maí 2005 sem er 242 stig. Lánið er ekki uppgreiðanlegt umfram umsamdar afborganir nema 1. apríl 2012 og tilkynna skal til lánveitanda um slíka uppgreiðslu með 10 bankadaga fyrirvara. Lántökugjald nemur 0,375% af höfuðstól lánsins, segir í fundargerð bæjarstjórnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024