Grindavíkurbær lækkar leikskólagjöld
Á fundi Bæjarstjórnar Grindavíkur á miðvikudag var ákveðið að lækka leikskólagjöld í Grindavík auk þess að lækka matarverð.
Tillaga og bókun bæjarráðs má finna á heimasíðu bæjarins og er eftirfarandi:
Eins og fram kemur í málefnasamning meirihlutans er stefnt að því að veita fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsan leikskóla fyrir elsta árganginn á kjörtímabilinu. Þá er einnig í málefnasamningi að gjaldfrjálst verði fyrir þriðja barn. Meirihlutinn gerir það því að tillögu sinni að frá og með næstu áramótum verði gjaldfrjálst fyrir þriðja barn og fjögurra stunda gjaldfrjáls leikskóli fyrir elsta árganginn.
Með þessu vill meirihluti D og S lista standa vörð um að Grindavík sé og verði fjölskylduvænn bær.
Jafnframt gerir meirihlutinn tillögu um að matarkostnaður leikskólabarna lækki um 7% frá og með 1. apríl n.k.
Bókun
Við samanburð á gjöldum meðalfjölskyldu í Grindavík og annarra sveitarfélaga kemur fram að gjöld eru almennt lægri en gerist hjá öðrum sveitarfélögum eins og fram kemur í eftirfarandi töflu, þar sem borið er saman leikskólagjöld, fasteignagjöld og tónlistarskólagjöld. Miðað var við í samanburði fjölskyldu með þrjú börn þar af tvö í leikskóla, eitt í tónlistarskóla og í eigin húsnæði. Forsendur fasteignagjalda eru 157 fermetra einbýlishús með bílskúr byggð upp úr 1970.
Meirihluti D og S lista