Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær í aðgerðir til að mæta fjárhagslegum áhrifum af kórónuveirunni
Mánudagur 30. mars 2020 kl. 10:30

Grindavíkurbær í aðgerðir til að mæta fjárhagslegum áhrifum af kórónuveirunni

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt eftirfarandi meðan á ástandi vegna Covid-19 stendur, þó ekki lengra en til maíloka:

Bæjarráð samþykkir að einungis sé greitt fyrir nýtta daga í leikskóla og skólaseli og leiðrétting verður gerð á næsta reikningi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð samþykkir að greiðslur bæjarins til dagmæðra verða óskertar þrátt fyrir að dregið sé úr vistun barna. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fella niður leigu hjá þeim dagmæðrum sem eru með starfsemi sína í húsnæði bæjarins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að útfæra það að öll börn í grunnskóla fái mat þá daga sem þau sækja skólann í apríl.

Bæjarráð samþykkir að veita lögaðilum, sem þess óska og eiga í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar, frest á greiðslu fasteignagjalda án kostnaðar. Um er að ræða gjalddaga mars og apríl 2020 og mögulegur gjaldfrestur er út maí 2020.