Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær greiðir upp um 1750 millj. kr. lán
Fimmtudagur 9. júní 2011 kl. 14:40

Grindavíkurbær greiðir upp um 1750 millj. kr. lán

Með vísan til minnisblaða fjármálastjóra og PwC endurskoðunar, umræðna á bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundum undanfarnar vikur og kynningar á íbúafundi þann 23. maí var lagt til á bæjarstjórnarfundi í gær að bæjarstjóra og fjármálastjóra verði veitt heimild til að greiða upp lán bæjarsjóðs Grindavíkurbæjar og stofnana hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í heimildinni felst að þeir muni ganga til samninga við banka, Íbúðalánasjóð og Lánasjóð sveitarfélaga um uppgreiðslu lána að fjárhæð u.þ.b. 1.750 milljónir króna með kostnaði. Endanleg fjárhæð ræðst af stöðu viðkomandi lána á gjalddaga þegar greiðsla fer fram.

Jafnframt að bæjarstjórn samþykki að veita bæjarstjóra og fjármálastjóra heimild til að ráðstafa 800 milljónum af handbæru fé Grindavikurbæjar í innlán hjá Íslandsbanka gegn því að uppgreiðslugjöld falli niður og höfuðstólsleiðrétting erlendra lána fari fram.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra verði falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2011 sem taki mið af ofangreindum breytingum. Eftir uppgreiðslu verða langtímalán Grindavíkurbæjar hjá fjármálastofnunum um það bil 460 milljónir sem bera vexti á bilinu 1,0%-5,85%. Tillagan var samþykkt samhljóða.

grindavik.is

VF-mynd/hilmarbragi: Íbúar fagna eflaust niðurgreiðslu lána sveitarfélagsins.