Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær fylgi þróun í rafbílavæðingu
Þriðjudagur 11. febrúar 2020 kl. 15:16

Grindavíkurbær fylgi þróun í rafbílavæðingu

Mikilvægt er að Grindavíkurbær fylgi þeirri þróun sem á sér stað í rafbílavæðingu. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar í lok janúar.

Mögulegar staðsetningar rafhleðslustöðva og kostnaðargreining vegna þeirra var tekin fyrir á fundinum. Nefndin fór yfir mögulegar staðsetningar fyrir rafhleðslustöðvar innan sveitarfélagsins.

Nefndin var sammála um að forgangsraða þannig að fyrst yrði hugað að hleðslustöð við íþróttamiðstöðina, síðan verslunarmiðstöðin og þá Kvikuna. Nefndin myndi þó vilja sjá hleðslustöðvar sem víðast í sveitarfélaginu, eins og við Iðuna og grunnskólann og síðan tjaldsvæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024