Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík
Laugardagur 19. apríl 2003 kl. 02:21

Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði Grindavíkur lögðu fram bókun vegna ástands heilsugæslumála á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn. Undir áttunda lið var tekið fyrir bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis vegna breytinga á stjórn HSS. Vegna þess var eftirfarandi bókun lögð fram:Bókun:
Með vísan í málefnasamning D og S lista og vegna ástands heilsugæslumála undanfarinn misseri felum við undirritaðir bæjarstjóra að skrifa bréf til heilbrigðisráðherra með ósk um viðræður við ráðuneytið um að Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík.
Lítum við til fordæma á Akureyri og Hornafirði í þessu samhengi. Æskilegt er að viðræðum verði hraðað eins og kostur er í ljósi stöðu mála í dag.

Hörður Guðbrandsson og Sigmar Eðvarðsson.

Myndin: Svipmynd frá Grindavíkurhöfn. VF-mynd: hbb
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024