Grindavíkurbær bregst við húsnæðisskorti

Áætlað er að leggja til fjármagn að upphæð 45.000.000 kr. til fjárfestinga fyrir leik- og grunnskóla ásamt daggæsluúrræði í Grindavík. Mikill skortur er á húsnæði fyrir dagmömmur í bæjarfélaginu, skólahúsnæði er löngu sprungið og leggur fræðslunefnd Grindavíkur til við bæjarráð að settur verði launaður starfshópur á laggirnar, sem mótar framtíðarsýn sveitarfélagsins í húsnæðismálum er varða skóla- og daggæslumál, skipaður fulltrúum hagsmunaaðila.