Grindavíkurbær auglýsir eftir flaggara
Ertu maður í að draga upp fána á lögboðnum fánadögum og við önnur tækifæri? Grindavíkurbær leitar að einstaklingi eða félagasamtökum til að sjá um að flagga á fánastöngum Grindavíkurbæjar sem eru nokkrum stöðum í bænum.
Lögboðnir fánadagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, hvítasunnudagur, sjómannadagurinn, 17. júní, dagur íslenskrar tungu og fullveldisdagurinn 1. desmeber. Einnig ber að flagga á afmælisdegi forseta Íslands og þegar andlát og útfarir eru í Grindavík.
Áhugasömum er bent á að gefa sig fram við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 1. apríl nk.