Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindavíkur-app að fæðast
Miðvikudagur 17. desember 2014 kl. 14:02

Grindavíkur-app að fæðast

Fyrsta bæjarfélagið með app fyrir íbúa

Sérstakt Grindavíkur-app, eða smáforrit, er nú á lokastig og verður líklega komið í gagnið í janúar á næsta ári. Tilgangur Grindavíkur-appsins er að bæta þjónustu við bæjarbúa, en hugmyndin kom frá ungmennaráði Grindavíkur í haust. Ekkert sveitarfélag á landinu er með app eins og er, en við hönnun þess er m.a. horft til sambærilegs forrits vinabæjar Grindavíkur, Piteå í Svíþjóð.

Í appinu, sem verður viðburða-, upplýsinga- og fréttaapp, má finna upplýsingar um viðburði, hægt verður að komast í samband við bæjarstarfsmenn, tilkynna um bilanir, koma með ábendingar og ýmislegt annað. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir að tilkoma appsins muni bæta þjónustu við íbúana enn frekar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024